sunnudagur, 3. febrúar 2013

Köngull -ÁHB

Könglar á svartgreni (Picea mariana). Ljósm. ÁHB.

Könglar á svartgreni (Picea mariana). Ljósm. ÁHB.

Þær plöntur, sem fjölga sér með fræi, nefnast fræplöntur. Gömul venja er að skipta þeim í tvo hópa:

a)           BERFRÆVINGA (Gymnospermae; gríska gymnos, nakinn, ber)
b)           DULFRÆVINGA (Angiospermae; gr. angeion, kista; smækkunarorð af angos, umbúðir, ílát.)

Í berfrævingum eru fræin nakin eða „ber" á milli hreisturskenndra blaða í svo kölluðum könglum. Í dulfrævingum eru fræin umlukt fræblöðum í blóminu og sjást því ekki, þau eru „dulin" í frævunni.

Flestir berfrævingar tilheyra þallarætt (Pinaceae), barrtrjám, og eru enda tré eða runnar með síðvöxt, sem merkir, að stofn þeirra gildnar af viði (viðarvef) með árunum. Viður barrtrjáa er gerður úr nær einsleitum viðartrefjum en ekki líka úr viðaræðum eins og í lauftrjám (harðviði). Blöð standa í gormlaga langröðum eða kransi, eru oftast nállaga (barr), en geta þó verið mjúk og breið. Flestar tegundir fella ekki blöðin reglubundið og eru því sígræn.

[...]


Source:http://ahb.is/kongull/
Powered by Reader2Blogger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli